Lögboðin sóun sem engu skilar er ekki skynsamleg

Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda, segir í fyrirsögn greinar eftir Heiðrúnu Björk Gísladóttur, lögmann hjá Samtökum atvinnulífsins, sem birt var hér í blaðinu á mánudag. Heiðrún Björk lýsir því að SA hafi komið að mótun jafnlaunastaðalsins á sínum tíma en ekki verið fylgjandi lögfestingu hans. Samtökin hafi gert margvíslegar athugasemdir við lagafrumvarpið og hafi varnaðarorðin raungerst.

Þá vísar hún í rannsókn á vegum Háskóla Íslands frá því í fyrra sem sýni að ekki sjáist bein áhrif af innleiðingu jafnlaunastaðalsins á launamun kynjanna. Sú niðurstaða er aðeins staðfesting á því sem allir þeir sem koma að vinnu við jafnlaunavottun í fyrirtækjum landsins vita, að sú vottun hefur engin áhrif til jöfnunar launa á milli karla og kvenna. En þeir vita líka að þessari skriffinnsku fylgir mikill kostnaður sem bæði er mældur í tíma starfsmanna og aðkeyptri vinnu sérfræðinga. Allt er það

...