Arne Vagn Olsen grunar að það myndi ekki standa á lífeyrissjóðunum að taka þátt í innviðaverkefnum en til að það geti gerst þurfa stjórnvöld að búa rétt um hnútana. „Það þarf að skilgreina verkefnin vel og útbúa þau á réttu formi og þá gætum við komið að borðinu,“ segir hann
Arne Vagn telur lífeyrissjóði áhugasama en boltinn sé hjá stjórnvöldum.
Arne Vagn telur lífeyrissjóði áhugasama en boltinn sé hjá stjórnvöldum. — Morgunblaðið/Eggert

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Arne Vagn Olsen grunar að það myndi ekki standa á lífeyrissjóðunum að taka þátt í innviðaverkefnum en til að það geti gerst þurfa stjórnvöld að búa rétt um hnútana.

„Það þarf að skilgreina verkefnin vel og útbúa þau á réttu formi og þá gætum við komið að borðinu,“ segir hann.

Með því að bæta þessum fjárfestingarkosti við tækist að gera eignasafn lífeyrissjóðanna fjölbreyttara, en erlendis þykja innviðaverkefni sambærileg við fjárfestingu í skuldabréfum enda langtímaverkefni sem skila fyrirsjáanlegu sjóðstreymi.

Í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann segir Arne Vagn að það sé jákvætt að hafa svokallaða UFS-þætti (umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti) til hliðsjónar við fjárfestingar atkvæðamikilla

...