Alþjóðalögreglan Interpol leitar nú til almennings í von um að bera kennsl á jarðneskar leifar 46 kvenna sem fundist hafa myrtar í hinum og þessum ríkjum Evrópu. Sum málanna eru áratugagömul. Átakið nú kemur í kjölfar þess að lögregla leitaði á…
Lögreglumenn í Þýskalandi.
Lögreglumenn í Þýskalandi.

Alþjóðalögreglan Interpol leitar nú til almennings í von um að bera kennsl á jarðneskar leifar 46 kvenna sem fundist hafa myrtar í hinum og þessum ríkjum Evrópu. Sum málanna eru áratugagömul.

Átakið nú kemur í kjölfar þess að lögregla leitaði á náðir almennings í fyrra til að bera kennsl á lík 22 kvenna. Þá bárust yfir 1.800 ábendingar og leiddu sumar til þess að hægt var að ljúka rannsókn. Átakið í ár nær til Belgíu, Þýskalands, Hollands, Frakklands, Ítalíu og Spánar.

Flestar kvennanna voru, að sögn Interpol, myrtar en sumar létust við óútskýrðar aðstæður og þarfnast mál þeirra frekari rannsóknar. Hvetur stofnunin nú almenning til að stíga fram, búi fólk yfir upplýsingum.