Nýlega var greint frá því að sakfelling Menendez-bræðranna, þeirra Eriks og Lyles, yrði endurskoðuð. Enn og aftur hefur mál bræðranna vakið athygli, nú í kjölfar þáttaraðarinnar Monst­ers: The Lyle and Erik Menendez Story á Netflix
Bræður Sakfellingin verður endurskoðuð.
Bræður Sakfellingin verður endurskoðuð. — Ljósmynd/IMDB

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Nýlega var greint frá því að sakfelling Menendez-bræðranna, þeirra Eriks og Lyles, yrði endurskoðuð. Enn og aftur hefur mál bræðranna vakið athygli, nú í kjölfar þáttaraðarinnar Monst­ers: The Lyle and Erik Menendez Story á Netflix. Óhætt er að mæla með þáttunum, sem segja má að séu ákveðið ferðalag.

Í fyrstu þáttunum, og í raun fyrir þá, var enginn efi í huga ljósvaka um að bræðurnir hefðu sannarlega verið misnotaðir kynferðislega og beittir ofbeldi af foreldrum sínum. Þegar á leið, þegar málið var speglað frá ýmsum sjónarhornum, fóru tvær grímur að renna á mig. Það sem er athyglisvert við málsmeðferðina er að enginn velkist í vafa um hvort bræðurnir hafi myrt foreldra sína eða ekki, það virðast þeir svo sannarlega hafa gert. En gerðu þeir það af því að þeir eru fordekraðir unglingar sem brjálast ef þeir fá ekki allt sem þeir vilja, eða af því að þeir voru

...