Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Plymouth í ensku B-deildinni, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna hátternis síns þegar hann fékk beint rautt spjald í leik liðsins gegn Blackburn Rovers um liðna helgi. Rooney er gefið að sök að hafa hagað sér með óviðeigandi hætti og notað móðgandi orð í garð dómara leiksins fyrir og eftir að honum var sýnt rautt spjald. Hefur Rooney frest til 15. október til þess að bregðast við kærunni.

Knattspyrnumaðurinn Gabríel Snær Gunnarsson er farinn á reynslu til sænska félagsins Norrköping. Gabríel, sem er 16 ára, hefur leikið með 2. flokki ÍA í ár en er enn gjaldgengur í 3. flokk. Þá hefur hann komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deildinni og leikið með yngri landsliðum Íslands. Leikmaðurinn ungi er sonur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem átti afar góða tíma hjá Norrköping frá 2011 til 2013 og skoraði 34

...