Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fv. sveitarstjóri í Súðavík, lést 5. október sl. 65 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn.

Sigríður fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1959. Foreldrar hennar voru Elías Ben Sigurjónsson og Ingibjörg Ólafsdóttir. Á öðru ári flutti fjölskylda Sigríðar til Súðavíkur og þar ólst hún upp. Eftir grunnskólanám í Súðavík og Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði fór Sigríður í Verzlunarskólann. Á sumrin og þegar færi gafst vann hún í frystihúsinu í Súðavík. Árin 1979-1980 var hún útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík en tók sér frí frá vinnu um tíma. Hún lét að sér kveða í verkalýðsmálum og átti sæti í stjórn verkalýðsfélagsins á staðnum.

Eftir eitt ár í vinnu hjá Sparisjóði Súðavíkur tók hún að sér framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, auk þess að vera oddviti hreppsnefndar frá kosningum 1986. Hún var ráðin sveitarstjóri í Súðavík 1990 og var

...