Halldór Benjamín Þorbergsson tók við starfi forstjóra Heima í maí á síðasta ári en var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson tók við starfi forstjóra Heima í maí á síðasta ári en var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. — Morgunblaðið/Karítas

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, segir að fjöldamörg tækifæri blasi við fasteignafélaginu um þessar mundir. Hann segir í viðtali við ViðskiptaMoggann að helstu tækifærin snúi að uppbyggingu á kjarnasvæðum.

Halldór Benjamín tók við starfi forstjóra Heima í maí á síðasta ári. Hann segir það hafa verið áskorun að skipta um umhverfi, en hann starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í tæp sjö ár.

„Þetta var spennandi tækifæri sem ég greip. Það er öllum hollt að skipta reglulega um starfsvettvang, en veldur hver á heldur og ég hef sett mitt mark á Heima,“ segir Halldór.

Hann segist hafa þá sýn að horfa á samfélagið í víðu ljósi og telja að framþróun samfélagsins byggi á því að þróa heilu og hálfu borgarhlutana. Þar spili fasteignafélög stórt

...