Myndstef – Myndhöfundasjóður Íslands hefur úthlutað úr Höfundasjóði Myndstefs alls 30 milljónum króna til myndhöfunda og sjónlistafólks. Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu Logi Bjarnason varaformaður Myndstefs, Kristín Hauksdóttir tilnefnd af…
Styrkþegarnir Myndhöfundar og sjónlistafólk fagnaði í Grósku.
Styrkþegarnir Myndhöfundar og sjónlistafólk fagnaði í Grósku. — Ljósmynd/Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Myndstef – Myndhöfundasjóður Íslands hefur úthlutað úr Höfundasjóði Myndstefs alls 30 milljónum króna til myndhöfunda og sjónlistafólks. Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu Logi Bjarnason varaformaður Myndstefs, Kristín Hauksdóttir tilnefnd af Ljósmyndamiðstöð Íslands og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir tilnefnd af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

„Myndstef telur mikinn fjölda umsókna um úthlutanir og styrki á ári hverju til myndhöfunda sýna skýrt fram á að brýn þörf er til staðar fyrir aukinn stuðning til skapandi greina og þeirra stétta sem eru hvað mest skapandi í okkar samfélagi,“ segir í tilkynningu.

Alls hlutu 67 verkefni styrk á bilinu 250-750 þúsund krónur. Meðal styrkþega eru Anna María Bogadóttir, Gústav Geir Bollason, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Samtals 22 listamenn hlutu ferða-, menntunar- eða vinnustofustyrk sem nam allt að 250 þúsund krónur. Þeirra á meðal eru Einar Falur Ingólfsson,

...