Ríflega 200 píratar kusu á dögunum nýja framkvæmdastjórn yfir flokkinn og héldu ugglaust að niðurstaða kosningarinnar myndi gilda. Fljótlega kom í ljós að þeir sem hafa vanist því að ráða flokknum voru ósáttir við niðurstöðuna, ekki síst Þórhildur…
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Ríflega 200 píratar kusu á dögunum nýja framkvæmdastjórn yfir flokkinn og héldu ugglaust að niðurstaða kosningarinnar myndi gilda. Fljótlega kom í ljós að þeir sem hafa vanist því að ráða flokknum voru ósáttir við niðurstöðuna, ekki síst Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður og siðfræðingur flokksins. Leiddi þetta til þess að Atli Þór Fanndal samskiptastjóri flokksins missti vinnuna. Hann hefur verið sakaður um „smölun“ fyrir kosninguna og því til sönnunar voru birt einkagögn þar um á þingflokksfundi Pírata.

En afleiðingin var ekki aðeins brottrekstur starfsmannsins heldur líka að nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnar, Halldór Auðar Svansson, vék úr því embætti og að auki var ákveðið að varamenn skyldu fá atkvæðisrétt í framkvæmdastjórninni, en skjólstæðingar ráðandi afla höfðu fallið niður á varamannabekkinn.

Allt er þetta

...