Sólarorkutækninni hefur fleygt fram á ótrúlegum hraða að sögn framkvæmdastjóra Alor. Þjóðverjar leggja hér fljótandi sólarsellur í Cottbus.<o:p></o:p>
Sólarorkutækninni hefur fleygt fram á ótrúlegum hraða að sögn framkvæmdastjóra Alor. Þjóðverjar leggja hér fljótandi sólarsellur í Cottbus. — Ljósmynd/AFP

Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda orkufyrirtækisins Alor, sem sérhæfir sig í framleiðslu og geymslu sólarorku eða birtuorku, sagði í erindi á ársfundi atvinnulífsins á dögunum að hægt væri að nota sólarsellur sem fljóta á vatni til að framleiða mikla orku. Sem dæmi væri hægt að koma slíkum sellum fyrir á uppistöðulónum virkjana. „Ég veit ekki hvort þið vitið það, en það er hægt að nota sólarsellur sem fljóta á vatni, t.d. á uppistöðulónum. Við eigum nú töluvert af þeim. Dæmi, við höfum reiknað út að ef við þekjum Hálslón við Kárahnjúkavirkjun með fljótandi sólarsellum, getum við framleitt meiri orku en Kárahnjúkavirkjun sjálf skilar í dag,“ sagði Linda Fanney á fundinum.

Uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW.

Tækni fleygt fram

Hún sagði einnig að tækifærin fyrir Ísland til þess

...