” Ef stjórnvöld fylgja ekki eftir markmiðum sínum í loftslagsmálum með kröftugri stjórnsýslu er hætt við því að trú á þeim hverfi hægt og hljótt. Raforkuspá Landsnets 2024-205 leiðir í ljós líkur á viðvarandi orkuskorti til skemmri tíma fram til ársins 2029 og aftur til lengri tíma eftir 2040.

Loftslagsmál

Finnur Beck

Framkvæmdastjóri Samorku

Þau sem fylgjast með fréttum þekkja vel fréttir af opinberum leyfisveitingum. Mál dragast, flækjast, er vísað fram og til baka milli stofnana og kærunefnda meðan tíminn flýgur allt of fljótt. Að endingu fæst niðurstaða stjórnvalds sem oftar en ekki er kærð. Það getur svo aftur leitt til þess að allt stjórnsýsluferlið hefjist einu sinni, einu sinni enn.

Hér skal ekki gert lítið úr mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu vegna stórra samfélagslegra viðfangsefna s.s. leyfisveitinga í orku- og veitustarfsemi. Heldur ekki mikilvægi þess að almenningur eða aðrir geti fengið fram endurskoðun stjórnsýsluákvarðana. En fullyrða má að alltaf er hægt að gera betur.

Orðin miklu meira en tóm

...