Stjórnlyndið á sér lítil takmörk og almenningur verður að spyrna við fótum

Fjórir þingmenn VG og einn þingmaður Pírata, sem áður var þingmaður VG, hafa lagt fram á Alþingi fjarstæðukennda þingsályktunartillögu um að menningar- og viðskiptaráðherra skuli leggja fram frumvarp sem „bannar auglýsingar á jarðefnaeldsneyti og vörum sem tengjast framleiðslu og notkun slíkra orkugjafa. Bannið taki til allra tegunda auglýsinga á jarðefnaeldsneyti ásamt vörum og þjónustu sem notast við slíka orkugjafa í miklum mæli.“

Í greinargerð með tillögunni útskýra þingmennirnir nánar hvað við er átt, en þar segir: „Því er það mat tillöguhöfunda að ekki dugi að leggja eingöngu bann við auglýsingum olíufyrirtækjanna sjálfra heldur yrði bannið einnig að ná til þeirrar vöru og þjónustu sem nýtir þessa orkugjafa í miklum mæli, t.d. bíla, flugferða og ferða með skemmtiferðaskipum. Til auglýsinga teljast birtingar í opinberu rými, þ.m.t. á skiltum, auglýsingar í

...