Fara ber varlega í áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi og er samhljómur um það í íbúaráði Grafarvogs, enda hverfið skipulagt með það í huga að byggð sé sums staðar þétt en annars staðar ekki og græn svæði víða að finna í hverfinu
Keldnaland Stórfelld uppbygging er áformuð í Keldnalandi sem leiða mun til nær tvöföldunar íbúafjölda í Grafarvogi, ásamt þéttingu byggðar.
Keldnaland Stórfelld uppbygging er áformuð í Keldnalandi sem leiða mun til nær tvöföldunar íbúafjölda í Grafarvogi, ásamt þéttingu byggðar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Fara ber varlega í áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi og er samhljómur um það í íbúaráði Grafarvogs, enda hverfið skipulagt með það í huga að byggð sé sums staðar þétt en annars staðar ekki og græn svæði víða að finna í hverfinu. Þetta segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í íbúaráði

...