Engar líkur eru á því að tillagan um hálendisveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar verði samþykkt á Alþingi.
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Ákvörðun Vegagerðarinnar um að hætta við nýja veglínu fram hjá Blönduósi og Varmahlíð vekur spurningar um hvort Leið ehf. og þingmenn Norðausturkjördæmis, sem enn vilja stytta vegalengdina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 20 km, hafi beðið ósigur í hörðum deilum við sveitarstjórnir Húnaþings og Skagafjarðar. Þessi ákvörðun um að hætta við báðar veglínurnar vekur líka spurningar um hvort Vegagerðin telji það besta kostinn til að forðast kostnaðarsöm málaferli við ábúendur í Húnaþingi og sveitunum sunnan Varmahlíðar.

Óánægju sinni leyndu þingmenn Norðausturkjördæmis ekki í maí 2012, þegar Ögmundur Jónasson þáverandi innanríkisráðherra afturkallaði þetta sama ár tillögur Vegagerðarinnar um styttingu þjóðvegarins sem liggur um þessi tvö sveitarfélög. Að sjálfsögðu vekur þessi ákvörðun litla hrifningu þingmanna

...