Ári eftir að stríð braust út á Gasa er svæðið óþekkjanlegt og íbúar þar eru að niðurlotum komnir eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum og tekist á við ástvinamissi og skort á nauðsynjum. „Mér leið eins og á fyrsta degi stríðsins,“…
Í Gasaborg Börn með vatnsbrúsa á kerru í Gasaborg, stærstu borginni á Gasa, framhjá gínu sem stendur framan við hús. Borgin er nánast rústir einar.
Í Gasaborg Börn með vatnsbrúsa á kerru í Gasaborg, stærstu borginni á Gasa, framhjá gínu sem stendur framan við hús. Borgin er nánast rústir einar. — AFP/Omar Al-Qattaa

Baksvið

Guðm. Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Ári eftir að stríð braust út á Gasa er svæðið óþekkjanlegt og íbúar þar eru að niðurlotum komnir eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum og tekist á við ástvinamissi og skort á nauðsynjum.

„Mér leið eins og á fyrsta degi stríðsins,“ sagði Khaled al-Hawajri, 46 ára gamall íbúi á Gasa, við AFP-fréttastofuna eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás sl. mánudag á hverfið þar sem hann dvelur nú.

„Í gærkvöldi vorum við skelfingu lostin vegna sprengjuárása frá þyrlum og skriðdrekum,“ sagði Hawajri, sem hefur síðasta ár dvalið á tíu stöðum á Gasa með fjölskyldu sinni.

„Við höfum þolað við heilt ár

...