Norski leikstjórinn Dag Johan Haugerud er staddur hér á landi í tilefni norrænnar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís sem haldin er dagana 9.-14. október. Sýndar verða allar sex kvikmyndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og er kvikmynd Haugerud, Sex, ein tilnefndra
Strompur Í kvikmyndinni Sex opnar gagnkynhneigður sótari sig um framandlega kynlífsreynslu við samstarfsmann sinn og þeir ræða málin ítarlega.
Strompur Í kvikmyndinni Sex opnar gagnkynhneigður sótari sig um framandlega kynlífsreynslu við samstarfsmann sinn og þeir ræða málin ítarlega.

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Norski leikstjórinn Dag Johan Haugerud er staddur hér á landi í tilefni norrænnar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís sem haldin er dagana 9.-14. október. Sýndar verða allar sex kvikmyndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og er kvikmynd Haugerud, Sex, ein tilnefndra.

Myndin hefur vakið töluverða athygli fyrir óvenjulega nálgun á afar forvitnilegri og frumlegri sögu af kynlífi tveggja gagnkynhneigðra karlmanna sem starfa sem sótarar en annar þeirra játar að hafa átt kynmök við ókunnugan karlmann á vinnutíma. Kvikmyndin er sú fyrsta úr þríleik Haugeruds, en hinar tvær myndirnar nefnast Kjærlighet og Drømmer.

Haugerud er sagður einn

...