Umdæmisstjóri ViðskiptaMoggans í Asíu hefur svifið um á bleiku skýi síðan hann lenti í Tókýó í síðustu viku. Það jafnast ekkert land á við Japan og engin borg jafnast á við Tókýó, en nýverið rann það upp fyrir mér hvað japanskt samfélag er líkt…
Shigeru Ishiba á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum. Þótt hann hafi verið gjarn á að stuða samflokksmenn sína er Ishiba í uppáhaldi hjá japönskum kjósendum.
Shigeru Ishiba á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum. Þótt hann hafi verið gjarn á að stuða samflokksmenn sína er Ishiba í uppáhaldi hjá japönskum kjósendum. — AFP/Yuichi Yamazaki

Umdæmisstjóri ViðskiptaMoggans í Asíu hefur svifið um á bleiku skýi síðan hann lenti í Tókýó í síðustu viku.

Það jafnast ekkert land á við Japan og engin borg jafnast á við Tókýó, en nýverið rann það upp fyrir mér hvað japanskt samfélag er líkt dýrabyggðinni í barnabókinni vinsælu Ys og þys í Erilborg eftir Richard Scarry. Lesendur muna örugglega eftir yndislegu teikningunum hans Scarry og hvernig allt er í röð og reglu í Erilborg: allir hafa sitt hlutverk, sinn einkennisbúning og sinn stað, allir lifa í sátt og samlyndi og hvergi má finna eina einustu örðu af rusli.

Betur er ekki hægt að lýsa Japan og hvergi kann ég betur við mig.

Ishiba endurnýjar umboðið

En auðvitað er Japan ekki eins og ævintýraheimur í barnabók. Japönsk menning er djúp, flókin og full

...