Atli Sigurður byrjaði nýverið í draumastarfi hjá Coca-Cola á Íslandi. Hann dáist að frumkvöðlum, en hann hefur sjálfur verið mentor hjá Klaki í átta ár. Fjölskyldan er hans stærsta áhugamál. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi…
Atli Sigurður Kristjánsson hjá Coca-Cola myndi velja sagnfræði eða fornleifafræði ef hann fengi tækifæri til að bæta við sig nýrri gráðu.
Atli Sigurður Kristjánsson hjá Coca-Cola myndi velja sagnfræði eða fornleifafræði ef hann fengi tækifæri til að bæta við sig nýrri gráðu. — Morgunblaðið/Hákon

Atli Sigurður byrjaði nýverið í draumastarfi hjá Coca-Cola á Íslandi. Hann dáist að frumkvöðlum, en hann hefur sjálfur verið mentor hjá Klaki í átta ár. Fjölskyldan er hans stærsta áhugamál.

Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?

Ein helsta áskorunin í rekstri okkar er að huga að sjálfbærnimálum og draga úr umhverfisáhrifum. Þetta þýðir að við þurfum að leita stöðugt nýrra leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, bæta nýtingu auðlinda og þróa umbúðir sem eru bæði umhverfisvænni og aðlaðandi fyrir neytendur.

Hjá Coca-Cola á Íslandi er sjálfbærni lykiláhersla í okkar starfsemi, og við höfum sett okkur háleit markmið í þeim efnum. Við höfum t.d. skuldbundið okkur til að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og draga úr kolefnislosun um 30% fyrir

...