Sigrún Eðvaldsdóttir
Sigrún Eðvaldsdóttir

Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik í Fiðlukonsert Johannesar Brahms á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen. Önnur verk á efnisskránni eru Forleikur eftir Grazynu Bacewicz og Sinfónía nr. 2, Kenotaph eftir Thomas Larcher. Í kynningu á tónleikunum segist Sigrún eiga góðar minningar frá þeim tíma þegar hún lærði konsertinn og lék hann síðan í úrslitum í Sibeliusarkeppninni 1990 sem og í Carl Flesch-keppninni 1992 í Barbican Hall. „Ég segi alltaf að tónlist Brahms geri alla að betri manneskjum.“ Tónleikakynning hefst í Hörpuhorni kl. 18.