Þó nokkur fjöldi nýrra verka er væntanlegur úr smiðju útgáfnanna Bjarts, Veraldar og Fagurskinnu fyrir jólin. Byrjum á skáldsögunum. Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er að sögn útgefanda „áleitin og sterk skáldsaga um mátt…
Guðrún Eva Mínervudóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir

Þó nokkur fjöldi nýrra verka er væntanlegur úr smiðju útgáfnanna Bjarts, Veraldar og Fagurskinnu fyrir jólin.

Byrjum á skáldsögunum. Ég færi þér fjöll eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er að sögn útgefanda „áleitin og sterk skáldsaga um mátt ástarinnar – og magnleysi, um tilviljanir og hvernig stundarákvarðanir draga dilk á eftir sér; og ekki síst að ekkert er jafnflókið og tilfinningalíf manneskjunnar“.

Guðrún Eva Mínervudóttir sendir frá sér skáldsöguna Í skugga trjánna. Það er sögð vera skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016. „Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.“

...