„Með höndum sínum, augum og orðum nær Salto að færa mann inn í heim leirlistarinnar á hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður,“ segir breski keramíklistamaðurinn Edmund de Waal en nýverið var opnuð sýning á verkum de Waal og danska…
Verksmiðja Kunstsilo er í gamalli kornverksmiðju og sjá má ummerkin.
Verksmiðja Kunstsilo er í gamalli kornverksmiðju og sjá má ummerkin. — Ljósmynd/Alan Williams

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

„Með höndum sínum, augum og orðum nær Salto að færa mann inn í heim leirlistarinnar á hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður,“ segir breski keramíklistamaðurinn Edmund de Waal en nýverið var opnuð sýning á verkum de Waal og danska keramíklistamannsins Axels Salto í hinu glænýja listasafni Kunstsilo í Kristiansand í Noregi. Sýningin ber heitið Leikið að eldinum eða Playing with Fire og þar er teflt saman tveimur mjög ólíkum listamönnum. Þeir eiga það þó sameiginlegt að þeir hafa báðir lagt fyrir sig ritlist samhliða keramíkinni. Blaðamanni Morgunblaðsins var boðið á opnun sýningarinnar og náði tali af de Waal.

Báðir færir rithöfundar

Salto og de

...