Það má ekki ofbjóða samstarfsmönnum

Núverandi ríkisstjórn hefur því miður vatnast verulega út, og mun hraðar en vænta mátti og hafa flokkar á borð við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk eðlilega orðið dulítið órólegir, enda hafa þeir flokkar, hvor með sínum hætti, jafnan lagt upp úr því að flokksmenn varist eins lengi og frekast er kostur á að bera innanmál sín á torg.

Það var auðvitað töluvert örlæti, af hálfu tveggja fyrrnefndra flokka, að láta veigaminnsta flokkinn fara svo lengi með forystu í ríkisstjórninni og það án þess að séð væri að það væri einhvers metið. En því til viðbótar fylgdi þessu samstarfi einnig margvíslegur fórnarkostnaður, af hálfu beggja „stóru flokkanna“ í þágu VG, sem þeim þótti vissulega iðulega hafa verið mjög dýrkeyptir, til viðbótar sterkri stöðu minnsta flokksins innan ríkisstjórnarinnar.

Þakklæti einstakra flokka í pólitík er

...