Varað er við vasaþjófum á Þingvöllum í innslagi sem birt var í gær á facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Starfsfólk þjóðgarðsins kannast í samtali við Morgunblaðið ekki við að fingralangt fólk láti sérstaklega til sín taka á svæðinu nú, en…
Almannagjá Ferðafólk á rölti. Allir er varinn góður hér sem annars staðar.
Almannagjá Ferðafólk á rölti. Allir er varinn góður hér sem annars staðar. — Morgunblaðið/Ómar

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Varað er við vasaþjófum á Þingvöllum í innslagi sem birt var í gær á facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Starfsfólk þjóðgarðsins kannast í samtali við Morgunblaðið ekki við að fingralangt fólk láti sérstaklega til sín taka á svæðinu nú, en þar sem slíkt hafi gerst áður sé allur varinn góður.

„Snemma í vor henti að hér á Þingvöllum var erlent fólk, karl og kona, sem laumaði sér inn í ferðamannahópa og komst þar í veski og vasa. Fararstjóri uppgötvaði hvað var að gerast og lögregla var kölluð til sem yfirheyrði annan meintan þjófinn, sem svo var sleppt,“ segir Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi í Þingvallaþjóðgarði, í samtali við Morgunblaðið.

„Við sem störfum í þjóðgarðinum höfum

...