Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað, alls 20 milljónum króna. Gunnar Þór Bjarnason formaður kynnti styrki Hagþenkis í Borgarbókasafninu í Grófinni í gær að viðstöddum…
Höfundar Kynntir voru starfsstyrkir Hagþenkis í Borgarbókasafninu. Umsóknir voru 69 og hlutu 19 verkefni styrk.
Höfundar Kynntir voru starfsstyrkir Hagþenkis í Borgarbókasafninu. Umsóknir voru 69 og hlutu 19 verkefni styrk. — Morgunblaðið/Eyþór

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað, alls 20 milljónum króna. Gunnar Þór Bjarnason formaður kynnti styrki Hagþenkis í Borgarbókasafninu í Grófinni í gær að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum, stjórn Hagþenkis og framkvæmdastýru. Einnig var 1,5 milljónum kr. úthlutað í handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda.

Alls bárust 69 umsóknir um starfsstyrki og þar af hlutu 19 verkefni styrk. Tólf hlutu hæsta styrk eða 1.200.000 kr., tvö 1.000.000 kr., þrjú 800.000 kr. og tvö 700.000 kr. Í úthlutunarráði starfsstyrkja voru Karl Gunnarsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir. Þá bárust átta umsóknir um handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda og hlutu sex

...