Eggert Pétursson (1956-) Án titils, 2019 Olía á striga, 150 x 200 cm
Eggert Pétursson (1956-) Án titils, 2019 Olía á striga, 150 x 200 cm

Litskrúðug og fjölbreytt flóra Íslands er meginviðfangsefni listar Eggerts Péturssonar. Hann er þekktur fyrir margbrotin málverk af blómum og jurtum sem hafa skapað honum sérstöðu innan íslenskrar myndlistar. Áhuga Eggerts á blómum má rekja til barnæsku, þegar hann tíndi blóm og þurrkaði. Hann teiknaði myndir í bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason á árunum 1982–1983 en það ýtti enn frekar undir áhuga hans á íslenskum plöntum.

Málverk Eggerts eru þaulhugsuð og nákvæm vinnubrögðin gera það að verkum að auðveldlega má greina ákveðnar blómategundir í verkunum sem mynda gjarnan þétta breiðu. Sjónarhornið er afmarkað, líkast því að horft sé ofan í svörðinn. Hann málar blómin í raunstærð og raðar þeim á myndflötinn eftir ákveðnu kerfi, eftir ættum, stöðum eða landslagi, litum eða heitum blómanna. Hann á það þó til að rugla áhorfandann í ríminu þegar hann tekur

...