Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, hefur tilkynnt að hann neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sem hafa haldið honum utan vallar um langt skeið. Dagur, sem er 29 ára gamall, missti af nánast öllu síðasta…
Hættur Dagur er hættur í körfubolta vegna langvinnra meiðsla.
Hættur Dagur er hættur í körfubolta vegna langvinnra meiðsla. — Morgunblaðið/Arnþór

Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, hefur tilkynnt að hann neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sem hafa haldið honum utan vallar um langt skeið.

Dagur, sem er 29 ára gamall, missti af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné og baki og fór í aðgerð á hné í febrúar. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar segir að sú aðgerð hafi því miður ekki skilað tilætluðum árangri.