Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna keppnistímabilið 2024 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Sandra fékk samtals 20 M í 23 leikjum Akureyrarliðsins í deildinni en hún var jafnframt…
Fljúgandi Sandra María Jessen var í sérflokki í Bestu deildinni, bæði í markaskorun og M-gjöfinni, á keppnistímabilinu 2024.
Fljúgandi Sandra María Jessen var í sérflokki í Bestu deildinni, bæði í markaskorun og M-gjöfinni, á keppnistímabilinu 2024. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Besta deildin 2024

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna keppnistímabilið 2024 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

Sandra fékk samtals 20 M í 23 leikjum Akureyrarliðsins í deildinni en hún var jafnframt markadrottning deildarinnar með miklum yfirburðum því hún skoraði 22 mörk, fleiri en nokkur leikmaður hefur gert í tíu ár, og var með tíu mörkum meira en næsti leikmaður, Jordyn Rhodes úr Tindastóli.

Í M-gjöfinni voru yfirburðir Söndru líka umtalsverðir. Hún hóf tímabilið á miklu flugi þegar hún fékk átta M í fyrstu sex umferðum deildarinnar, og var með örugga forystu allt tímabilið.

Hún gaf þó eftir

...