Fjölskyldan Þóra Nanna, Anna Margrét, Sigríður Soffía og Jónas Grétar.
Fjölskyldan Þóra Nanna, Anna Margrét, Sigríður Soffía og Jónas Grétar.

Jónas Jónatansson er fæddur 10. október 1964 í Reykjavík. „Ég bjó fyrstu þrjú árin í starfsmannabústað við Kleppsspítala, en mamma vann þar um áratugaskeið. Árið 1967 fluttumst við í Árbæinn í nýja blokk efst í Hraunbænum. Hverfið var að byggjast upp og gríðarlegur fjöldi af krökkum á svipuðum aldri bjó í hverfinu.

Í upphafi var umhverfið frekar hrátt og lóðir ófrágengnar. Eins var talsvert um byggingarframkvæmdir í hverfinu og byggingarsvæðin iðulega leiksvæði okkar krakkanna. Spennandi var að klifra í vinnupöllum og þvælast um dimmar nýbyggingar. Eitthvað sem ekki þekkist í dag. Þar sem Seláshverfið stendur nú voru þá hrörleg íbúðarhús, braggar, hesthús, gömul sumarhús og skreiðarhjallar. Umhverfið var því draumaland fyrir uppátækjasama krakka. Það var því frábært að alast upp í Árbænum.

Um 1980 fluttumst við úr blokkinni í einbýlishús

...