Netið er eins og stórborg. Í stórborg þarf leiðsögn enda margt að varast. Barni er ekki sleppt eftirlitslausu í stórborg og sama gildir um netið.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Langflestir unglingar verja umtalsverðum tíma á samfélagsmiðlum í gegnum snjallsíma sína. Flestir foreldrar fylgjast vel með síma-, tölvu- og netnotkun barna sinna, að skjátími sé við hæfi og efnið í samræmi við aldur og þroska. Einhverjir foreldrar láta hvort tveggja afskipt, að hluta til eða öllu leyti. Færst hefur í aukana að börn niður í átta ára gömul hafi óheftan og stundum eftirlitslausan aðgang að netinu.

Undanfarin misseri hafa kvartanir unglinga yfir kvíða og vanlíðan aukist og styðja rannsóknir að vanlíðan þeirra hafi aukist. Þegar leitað er orsaka kemur oft í ljós að skjátímanotkun barna er óhófleg yfir daginn og jafnvel fram á nótt. Börn sem fá ekki nægan svefn eru verr í stakk búin til að mæta verkefnum og kröfum daglegs lífs. Þreyta og of lítill svefn eru áhættuþættir fyrir andlega

...