Veikleikar skólakerfisins eru mýmargir, svo sem ósamræmi í námsskipulagi, óljósar kröfur um námsárangur, atgervisflótti og flókið og yfirgripsmikið kerfi.
Meyvant Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson

Reglulega boða kjörnir ráherrar menntamála til menntaþinga og kynna hugmyndir um stöðu menntakerfisins og fyrirhugaðar umbætur. Ósjaldan eru slík þing haldin skömmu fyrir þingkosningar, sbr. Til nýrrar aldar 1991 og Enn betri skóli, þar sem grundvöllur Aðalnámskrár 1999 var ræddur.

Veikustu hlekkir „þorpsins“

Nýafstaðið Menntaþing 2024 var dæmigerð slík samkoma, þar sem umfangsmikil aðgerðaáætlun í menntamálum var kynnt til sögunnar. Að venju fylgdu nýstárlegar hugmyndir og fersk slagorð, s.s. inngilding, farsæld, valdefling, „memm“ og matsferill. Athyglisvert var að stjórnandi þingsins var fyrrverandi ráðherra menntamála frá þeim erfiða tíma 2009 til 2013, eins og hún orðaði það; erfiðleikarnir voru svo þungbærir að þá voru gerðar óheppilegustu breytingar

...