Vöruviðskiptin voru óhagstæð um 27,5 milljarða króna í nýliðnum september. Fluttar voru út vörur fyrir 87,5 milljarða króna FOB og inn fyrir 114,6 milljarða CIF (108,3 milljarðar króna FOB), samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Fram kemur að vöruviðskiptin í september séu reiknuð sem FOB/CIF verðmæti, og voru því óhagstæð um 27,5 milljarða. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 13,9 milljarða í september í fyrra á gengi hvors árs fyrir sig.

Þá var vöruviðskiptajöfnuðurinn í september á þessu ári 13,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári.

Verðmæti vöruútflutnings dróst saman um 3% í september á milli ára, eða um 3 milljarða, og er nú 87,2 milljarðar.