Arna Ýr Jónsdóttir og Chrissie Telma Guðmundsdóttir eiga það sameiginlegt að vera ofurmömmur, einstaklega framtakssamar og svolítið „í öllu“, að eigin sögn, en þær hafa báðar, þrátt fyrir ungan aldur, látið til sín taka í samfélaginu
Skemmtilegar Chrissie og Arna Ýr vilja ekki taka lífið of alvarlega.
Skemmtilegar Chrissie og Arna Ýr vilja ekki taka lífið of alvarlega.

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Arna Ýr Jónsdóttir og Chrissie Telma Guðmundsdóttir eiga það sameiginlegt að vera ofurmömmur, einstaklega framtakssamar og svolítið „í öllu“, að eigin sögn, en þær hafa báðar, þrátt fyrir ungan aldur, látið til sín taka í samfélaginu.

Arna, sem er 29 ára, var krýnd ungfrú Ísland árið 2015, hefur stofnað sín eigin fyrirtæki, svo sem fyrstu taubleyjuverslunina hér á landi Taubleyjur.is og fyrirtækið Noah Nappies. Hún seldi fyrirtækin nýlega og aðstoðar nýja eigendur í þessum skemmtilega bransa, eignaðist þriðja barnið sitt á dögunum og er langt komin með hjúkrunarfræðinám og stefnir á ljósmóðurfræði.

Chrissie, 31 árs, er menntaður fiðlukennari og rekur tónlistarskólann Listaakademíuna með Gretu Salóme. Hún hefur verið

...