Á Eyrarbakka á 19. öld var mjög ríkt menningarlíf, hvort sem það var myndlist, tónlist, ritlist eða eitthvað annað,“ segir Kristín Bragadóttir sagnfræðingur, en hún er ein þeirra sem taka þátt í menningardagskrá í tali og tónum sem verður á…
Mæðgur Eugenía með dætrum sínum, þeim Guðmundu og Karen sem báðar voru hneigðar til tónlistar. Guðmunda kenndi á píanó, samdi tónverk og æfði kóra. Karen spilaði á hljóðfæri, söng og kenndi dans í Húsinu.
Mæðgur Eugenía með dætrum sínum, þeim Guðmundu og Karen sem báðar voru hneigðar til tónlistar. Guðmunda kenndi á píanó, samdi tónverk og æfði kóra. Karen spilaði á hljóðfæri, söng og kenndi dans í Húsinu.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Á Eyrarbakka á 19. öld var mjög ríkt menningarlíf, hvort sem það var myndlist, tónlist, ritlist eða eitthvað annað,“ segir Kristín Bragadóttir sagnfræðingur, en hún er ein þeirra sem taka þátt í menningardagskrá í tali og tónum sem verður á Eyrarbakka um næstu helgi og ber yfirskriftina: Tónlistin á Bakkanum. Þar verða stofutónleikar, málþing og hátíðartónleikar, allt tileinkað tónlistarlífinu á Eyrarbakka og Stokkseyri kringum aldamótin 1900.

„Ég tek þátt í dagskrá sem verður í tali og tónum á laugardeginum og hefur yfirskriftina Er Bakkinn kannski vagga íslenskrar tónlistar? Þar ætlum við Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur að spjalla saman um þá merku frumkvöðla íslensks tónlistarlífs sem tengdust Eyrarbakka og

...