„Þetta er enn ein útfærslan af Faust þar sem manneskja ákveður að selja skrattanum sál sína, en sagan hefur sýnt okkur að það getur aldrei farið vel,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri um söngleikinn Litlu hryllingsbúðina eftir…
Baldur og Auður Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir.
Baldur og Auður Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir. — Ljósmynd/Auðunn Níelsson

VIÐTAL

Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

„Þetta er enn ein útfærslan af Faust þar sem manneskja ákveður að selja skrattanum sál sína, en sagan hefur sýnt okkur að það getur aldrei farið vel,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri um söngleikinn Litlu hryllingsbúðina eftir Howard Asman og Alan Menken í þýðingu Magnúsar Þórs Jónssonar og Gísla Rúnars Jónssonar sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu annað kvöld, föstudaginn 11. október, kl. 20.

„Þetta er því klassísk saga sem svínvirkar, þó hún geti við fyrstu sýn virst skrýtin,“ segir Bergur Þór og rifjar upp að söngleikurinn, sem var frumsýndur 1982, sé byggður á samnefndri B-hryllingsmynd frá 1960 í leikstjórn Rogers Corman, en kvikmyndun söngleiksins í leikstjórn Franks

...