Skipulagsbreytingarnar sýna að meirihluti borgarstjórnar skeytir lítt um hagsmuni Breiðhyltinga og vel rökstudd mótmæli þeirra.
Hilmar Ævar Hilmarsson
Hilmar Ævar Hilmarsson

Hilmar Ævar Hilmarsson

Sjálfstæðisfélagið í Bakka- og Stekkjahverfi, með stuðningi stjórna Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, mótmælir nýsamþykktum breytingum á hverfisskipulagi Neðra-Breiðholts og lóða nr. 2-6, 8 og 10 við Arnarbakka.

Breytingarnar fela í sér miklar breytingar á stóru svæði við Arnarbakka, sem hingað til hefur verið litið á að sé miðja fjölmenns og hverfisverndaðs íbúðarsvæðis. Tekið er undir þá skoðun Íbúaráðs Breiðholts, sem lagðist gegn umræddum byggingaráformum, að lóðin við Arnarbakka 10 sé hið græna torg hverfisins og sannkallað hverfishjarta, sem sé mikið notað af börnum í hverfinu og öðrum íbúum þess fyrir viðburði og leiki. Breytingarnar fela í sér of mikla þéttingu byggðar og með þeim er of freklega gengið á græn svæði. Um er að ræða sólríkan og skjólsælan stað, sem stendur hærra en nærliggjandi skólalóð.

...