Ljóðabók Jarðljós ★★★★½ Eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning, 2024. Innb., 91 bls.
Frábær ljóðabók „Í stuttu máli sagt þá fjalla kvæðin í þessari bók um óréttlæti og grimmd, um manngæsku og flónsku, sorg og gleði, manneskjur og náttúru,“ segir í rýni um ljóðabókina Jarðljós eftir Gerði Kristnýju.
Frábær ljóðabók „Í stuttu máli sagt þá fjalla kvæðin í þessari bók um óréttlæti og grimmd, um manngæsku og flónsku, sorg og gleði, manneskjur og náttúru,“ segir í rýni um ljóðabókina Jarðljós eftir Gerði Kristnýju. — Morgunblaðið/Eyþór

Bækur

Kristján Jóhann

Jónsson

Gerður Kristný sendir nú frá sér sína tíundu ljóðabók á þrjátíu árum. Strax við þá fyrstu, Ísfrétt, varð ljóst að magnað ljóðskáld hafði stigið inn í sviðsljósið og síðan hafa þær verið hver annarri betri. Jarðljós er þar engin undantekning, frábær ljóðabók sem ég er ekki búinn að lesa þó að ég sé búinn að lesa hana. Bókarkápan er gullfalleg og öll hönnun til fyrirmyndar. Þetta er ekki ljóðabálkur eins og Blóðhófnir og Urta, bókin skiptist í fimm lotur sem segja má að hafi hver sitt þema þó að frjálsmannlega sé með það farið.

Ekki er alveg himinljóst hvað titill bókarinnar, Jarðljós, merkir, enda gengur höfundur hér gegn þeim viðtekna skilningi að ljósgjafar komi að ofan en

...