GOOD GOOD hefur gert samning við Costco MW, sem er deild Costco í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, um að selja vörur sínar í 110 af samtals 590 vöruhúsum þeirra í BNA. Costco er næststærsta verslunarkeðjan vestanhafs á eftir Walmart, þar sem GOOD GOOD fæst einnig
Rekstur Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD segir að betri framlegð skýrist af meiri framleiðslu hjá fyrirtækinu og meiri stærðarhagkvæmni.
Rekstur Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD segir að betri framlegð skýrist af meiri framleiðslu hjá fyrirtækinu og meiri stærðarhagkvæmni.

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

GOOD GOOD hefur gert samning við Costco MW, sem er deild Costco í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, um að selja vörur sínar í 110 af samtals 590 vöruhúsum þeirra í BNA.

Costco er næststærsta verslunarkeðjan vestanhafs á eftir Walmart, þar sem GOOD GOOD fæst einnig. Fyrirtækið hóf innreið á Bandaríkjamarkað árið 2020.

Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtækið. Hann lýsir því hvernig Costco sé frábrugðin hinum verslunarkeðjunum í Bandaríkjunum, en til samanburðar þá er heildarfjöldi Walmart-verslana í Bandaríkjunum um 4.500 en verslanafjöldi Costco um 590 og með næstmestu veltuna á eftir Walmart.

„Það er alls ekki sjálfgefið að koma

...