Gunnhildur Þórðardóttir sýnir ný verk í Hannesarholti 10.-29. október. Sýningin ber yfirskriftina Magn en þar sýnir Gunnhildur tví- og þrívíð verk „sem fjalla um liti lífsins, neyslu mannsins og magn þ.e
Myndlist Eitt verka Gunnhildar af sýningunni Magn í Hannesarholti.
Myndlist Eitt verka Gunnhildar af sýningunni Magn í Hannesarholti.

Gunnhildur Þórðardóttir sýnir ný verk í Hannesarholti 10.-29. október. Sýningin ber yfirskriftina Magn en þar sýnir Gunnhildur tví- og þrívíð verk „sem fjalla um liti lífsins, neyslu mannsins og magn þ.e. stærð, fjölda, ofnotkun efna eða jafnvel magn sem mátt eða afl“, að því er segir í tilkynningu. Formleg opnun verður laugardaginn 12. október kl. 14-16 þar sem listamaðurinn mun einnig lesa ný ljóð. Sýningin er opin kl. 11.30-16 alla daga nema sunnudaga og mánudaga.

Listaverk Gunnhildar eru sögð fjalla um heimspekileg fyrirbæri. „Í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni.“