Jónína Sigþórsdóttir (Ninna) fæddist í Reykjavík 5. janúar 1945. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu á Sauðárkróki 28. september 2024.

Foreldrar Ninnu voru Sigríður Jónsdóttir húsmóðir frá Ólafsvík, f. 22. júní 1904, d. 1992, og Sigþór G. Guðmundsson sjómaður frá Ólafsvík, f. 10. október 1901, d. 1983. Þeim varð fimm barna auðið, af þeim komust fjórar dætur á legg og var Ninna þeirra yngst: Kristín María, f. 1930, d. 1985, Jóhanna Dýrunn, f. 1932, d. 2009, Steinunn Jóney, f. 1934, andvana fæddur sonur, f. 1940.

Ninna giftist Skafta Svavari Skúlasyni 1966, þau skildu 1997. Börn þeirra eru: 1) Skúli Svavar, f. 1967, maki Guðlaug Þóra Óskarsdóttir, börn a) Hildur Ósk, maki Ragnar Högnason, börn Ragnhildur Líf, Ragnar Logi, Þórunn Lóa, b) Skafti Svavar, maki Rakel Ketilsdóttir, börn Rúrik Helgi, Þórdís Sara, c) Kristín Jóna, maki Fannar

...