Hestar frýsuðu og hófadynur heyrðist þegar stóðið var rekið inn í Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra síðasta laugardag. Fjölmenni var mætt í réttirnar, þar sem um 350 hross voru dregin í dilka. Daginn áður höfðu bændur á svæðinu og fleiri til gert …
Stóð Hrossin sem komu af fjalli voru rekin úr girðingarhólfi í réttirnar. Veðursælt var í Víðidalnum á réttardeginum um síðustu helgi og landið í sparibúningi, þótt grös í haga séu orðin gul.
Stóð Hrossin sem komu af fjalli voru rekin úr girðingarhólfi í réttirnar. Veðursælt var í Víðidalnum á réttardeginum um síðustu helgi og landið í sparibúningi, þótt grös í haga séu orðin gul. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Hestar frýsuðu og hófadynur heyrðist þegar stóðið var rekið inn í Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra síðasta laugardag. Fjölmenni var mætt í réttirnar, þar sem um 350 hross voru dregin í dilka. Daginn áður höfðu bændur á svæðinu og fleiri til gert út mikinn leiðangur og smalað Lambhaga og Gafl, en svo heita syðstu hlutar Víðidalsfjalls. Aðrir smala svæði sem heita Stórahlíð og Krókur. Þarna er afréttur bæja í Víðidal; bæði fyrir sauðfé og hross og af hvoru tveggja er mikið í þessari sveit.

Hrossin koma vel haldin úr högunum

„Þetta voru hross – bæði folöld og fullorðin – frá sennilega 12-14 bæjum hér í dalnum. Við tókum allan föstudaginn í þetta verkefni, bæði í að smala hrossum og jafnhliða því eftirleit á sauðfé. Þetta gekk allt upp

...