Martin Axford fæddist í Cornwall í Englandi 13. desember 1932. Hann lést í Skotlandi 12. september 2024.

Hann starfaði fyrst í Skotlandi sem skólastjóri í fjölmörg ár og var um árabil skólaeftirlitsmaður hennar hátignar. Hann var með prófgráðu í enskum bókmenntum og starfaði á efri árum sem fjarkennari við Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem hann kenndi fjarnemum ensku. Að auki starfaði hann sem orgelleikari við St Mary’s-kirkju í heimabæ sínum, Bridge of Weir, í Skotlandi. Martin var giftur Wendy Axford, f. 4. ágúst 1931, d. 29. september 2023. Áttu þau tvö börn, Sue og Paul. Martin og Wendy voru miklir Íslandsvinir og heimsóttu Ísland árlega í fjöldamörg ár.

Jarðarför Martins verður gerð frá St. Mary’s-kirkju í Bridge of Weir í dag, 10. október 2024, klukkan 13 að íslensum tíma.

...