Hafnarborg Óþekkt alúð ★★★★· Sýnendur: Björg Þorsteinsdóttir, Edda Karólína, Elsa Jónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Juliana Irene Smith, Kata Jóhanness, Kate McMillan, Kristín Morthens, Patty Spyrakos, Ra Tack, Sigríður Björnsdóttir, Suzanne Treister, Tabita Rezaire og Tinna Guðmundsdóttir. Sýningarstjóri: Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Sýningin stendur til 27. október og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-17.
Persónulegt og einfalt Til vinstri er innsetning Tinnu Guðmundsdóttur. Að baki er málverk eftir Ra Tack. Til hægri þrívítt málverk Kötu Jóhanness.
Persónulegt og einfalt Til vinstri er innsetning Tinnu Guðmundsdóttur. Að baki er málverk eftir Ra Tack. Til hægri þrívítt málverk Kötu Jóhanness.

Myndlist

Hlynur

Helgason

Nú stendur yfir í Hafnarborg árleg haustsýning safnsins, þar sem upprennandi sýningarstjórum gefst kostur á að senda inn hugmyndir að sérsýningu sem byggir á hugðarefnum þeirra. Í þetta sinn er það Þórhildur Tinna Sigurðardóttir sem hreppt hefur hnossið. Sýning hennar byggir á „þörfinni fyrir að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera göldrum firrtur á tímum án bjartrar vonar“. Þetta er fögur hugsjón sem Tinna ber í brjósti. Til þess að ná markmiðum sínum hefur hún fengið til liðs við sig fjórtán manns til að takast á við galdur sýningarinnar. Ein listamannanna, Björg Þorsteinsdóttir, er látin og verk Sigríðar Björnsdóttur eru frá áttunda áratugnum — má líta svo á að abstraktmyndir þeirra séu kjölfesta eða kveikja fyrir aðra sýnendur, ómur

...