Grafarvogsbúar flestir hafa kosið að fjárfesta í fasteignum og búa hér einmitt vegna þess að þeir vilja búa í dreifðri og lágreistri byggð.
Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson

Emil Örn Kristjánsson

Enn er sótt að okkur í Grafarvogshverfi af borgaryfirvöldum og það ekki í fyrsta sinn.

Það mætti ætla að fólk vestan Elliðaáa haldi að við hér í Grafarvogi höfum kosið að búa hér af þeirri ástæðu einni að við fengum ekki íbúð nær miðbænum.

Nei, það er ekki ástæðan. Grafarvogsbúar flestir hafa kosið að fjárfesta í fasteignum og búa hér einmitt vegna þess að þeir vilja búa í dreifðri og lágreistri byggð. Meðan borgaryfirvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að raska búsetuforsendum og rýra verðmæti fasteigna okkar.

Fyrir stuttu kynnti borgarstjóri áætlanir um, ég leyfi mér að segja, fáránlegar þéttingaráætlanir í Grafarvogi. Áætlanir sem búið er að vinna án nokkurrar vitundar íbúa. Borgarstjórinn sem fyrir

...