Wales hefur ávallt verið Íslandi erfiður andstæðingur í landsleikjum karla í fótbolta og unnið fimm af sjö viðureignum þjóðanna. Tíu ár eru liðin síðan þær mættust síðast en þá réð íslenska liðið ekkert við Gareth Bale í vináttulandsleik í Cardiff og tapaði 3:1

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Wales hefur ávallt verið Íslandi erfiður andstæðingur í landsleikjum karla í fótbolta og unnið fimm af sjö viðureignum þjóðanna.

Tíu ár eru liðin síðan þær mættust síðast en þá réð íslenska liðið ekkert við Gareth Bale í vináttulandsleik í Cardiff og tapaði 3:1.

En það eru leikirnir tveir sem ekki töpuðust gegn Wales sem eru sérlega eftirminnilegir.

Þá sérstaklega leikurinn magnaði í Cardiff haustið 1981 þegar Ásgeir Sigurvinsson skoraði tvö ógleymanleg mörk og Ísland eyðilagði HM-draum Walesbúa með jafntefli, 2:2.

Það er full ástæða fyrir yngri kynslóðir, og eldri líka, að kíkja á Youtube og horfa á mörk Ásgeirs til að koma sér í

...