Rannsóknir á sviði sjálfbærni og sjálfbærrar þróunar eru mikilvægur þáttur í að huga að framtíðinni og leita langtíma- lausna.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir Sjálfbærnideginum í fyrsta sinn í dag. Tilgangur viðburðarins er að efla vitund og samstarf um tækifærin sem felast í grænni framtíð, samfélagslegri ábyrgð og góðum stjórnarháttum. Hlutverk okkar við HR er að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina í gegnum rannsóknir og kennslu og er sjálfbærni eitt af leiðarljósum okkar. En hvað er sjálfbærni og af hverju skiptir hún máli? Af hverju leggjum við í HR mikið upp úr því að huga að sjálfbærni og stunda rannsóknir sem styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?

Hugtakið „sjálfbær þróun“ var fyrst skilgreint árið 1987 í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Our Common Future, sem rituð var af nefnd SÞ undir forystu Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Í þeirri skýrslu er sjálfbær þróun skilgreind

...