Ég á svolítið erfitt með að venjast því að horfa á sjónvarpsþátt þar sem sögusviðið er Reykjavík, fólk býr í Vesturbænum og börn ganga í Foldaskóla en allir tala ensku. Ég settist niður fyrir nokkru og horfði á fyrsta þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar…
Dimma Yfirbragð þáttanna er úr efstu hillu.
Dimma Yfirbragð þáttanna er úr efstu hillu. — Skjáskot/Sjónvarp Símans

Ólafur Pálsson

Ég á svolítið erfitt með að venjast því að horfa á sjónvarpsþátt þar sem sögusviðið er Reykjavík, fólk býr í Vesturbænum og börn ganga í Foldaskóla en allir tala ensku.

Ég settist niður fyrir nokkru og horfði á fyrsta þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar Dimmu eftir Ragnar Jónasson í leikstjórn hins sænska Lasse Hallström. Síðan hef ég horft á tvo þætti til viðbótar. CBS Studios í Bandaríkjunum framleiðir þættina og sænska Hollywood-stjarnan Lena Olin, kona Lasse, fer með aðalhlutverkið sem rannsóknarlögreglumaðurinn Hulda. Olin hefur skapað sér nafn í heimi kvikmynda og sjónvarps, var tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í The Unbearable Lightness of Being frá árinu 1988 og til BAFTA-verðlauna

...