Bakvörður Sædís Rún Heiðarsdóttir leikur með Vålerenga frá Ósló.
Bakvörður Sædís Rún Heiðarsdóttir leikur með Vålerenga frá Ósló. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafsvíkingurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir snýr aftur í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar það mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttuleikjum í Austin og Nashville 23. og 27. október.

Sædís missti af fjórum síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM vegna meiðsla, eftir að hafa fest sig í sessi sem vinstri bakvörður í liðinu. Hún hefur átt góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi, sem er nánast öruggt með meistaratitilinn þar í landi, og í gærkvöldi lék hún með liðinu gegn Juventus í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeim leik var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.

Þorsteinn Halldórsson valdi að öðru leyti sama 23 manna hóp og var í leikjunum gegn Þýskalandi og Póllandi í júlí en Sædís kemur í stað Kristínar Dísar Árnadóttur úr Breiðabliki. Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn, landsleikir/mörk:

...