Júlí Heiðar hefur í mörgu að snúast þessa dagana en hann gaf út glænýtt og ofurkrúttlegt lag á miðnætti í gær. Innblástur og sköpunargyðja hans í laginu „Fræ“ er engin önnur en yngsta dóttir hans, hin fimm mánaða gamla Kolfinna Anna Kolka
Ást Júlí Heiðar fær innblástur úr eigin lífi þegar hann semur lög en lagið „Fræ“ kom mjög auðveldlega til hans.
Ást Júlí Heiðar fær innblástur úr eigin lífi þegar hann semur lög en lagið „Fræ“ kom mjög auðveldlega til hans.

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Júlí Heiðar hefur í mörgu að snúast þessa dagana en hann gaf út glænýtt og ofurkrúttlegt lag á miðnætti í gær. Innblástur og sköpunargyðja hans í laginu „Fræ“ er engin önnur en yngsta dóttir hans, hin fimm mánaða gamla Kolfinna Anna Kolka.

Júlí mætti í hljóðverið í morgunþættinum Ísland vaknar í gær og ræddi um lífið og tilveruna með nýjasta fjölskyldumeðlimnum, nýja lagið og önnur spennandi verkefni við þau Kristínu Sif, Bolla og Þór Bæring. Hann fór einnig í persónuleikapróf morgunþáttarins þar sem hann fór á kostum, lofaði meðal annars kjötsúpu ömmu sinnar og lýsti eldheitu hatri sínu á ananas á pítsu.

Líkt og flestir Íslendingar bölvaði hann nýliðnu sumri allrækilega og sagði að hann og konan hans, söngkonan Þórdís

...