Kristinn Már Stefánsson fæddist í Reykjavík 3. júní 1945. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 13. september 2024.

Móðir hans var Steinunn Kristín Þórarinsdóttir, f. 1909, d. 1949, kennari, fædd og uppalin við Seyðisfjörð. Faðir hans var Stefán Hannesson, f. 1903, d. 1986, vörubílstjóri, fæddur og uppalinn í Tandraseli í Borgarfirði. Seinni kona Stefáns var Björg Ingþórsdóttir, f. 1914, d. 1994. Systkini Kristins eru: Ingi Þór, f. 1931, d. 1966; Svanhildur, f. 1938, d. 2016, og Sigurður, f. 1943. Uppeldisbróðir þeirra systkina var sonur Bjargar, Ingþór Hallberg Guðnason, f. 1942, d. 2011. Bróðir, samfeðra, var Stefán Karl, f. 1928, d. 2014.

Kristinn giftist Magnúsínu G. Valdimarsdóttur, f. 1948, árið 1967, þau skildu 1989. Foreldrar hennar voru Valdimar Magnús Sigurjónsson, f. 1918, d. 1974, símavörður, og Arnóra Friðrika Salóme

...