fá sig fullsaddan af eða á e-u merkir að fá (meir en) nóg. „Napóleon fékk sig aldrei fullsaddan á/af hernaði

fá sig fullsaddan af eða á e-u merkir að fá (meir en) nóg. „Napóleon fékk sig aldrei fullsaddan á/af hernaði. Á endanum varð að taka hann úr umferð.“ Íslensk orðabók tilfærir aðeins á, malid.is aðeins af, en málnotkunarorðabókin og Mergur málsins bæði af og á. Öllum sem hafa verið tvístígandi hlýtur að létta.